Bjarni kominn í Njarðvík
Knattspyrnumaðurinn Bjarni Sæmundsson er gengin til liðs við Njarðvík þó svo hann hafi í raun ekki farið neitt eftir síðsta sumar. Bjarni lék sem lánsmaður frá Keflavík með Njarðvík á síðustu leiktíð en hann gekk til liðs við Keflavík árið 2005.
Bjarni á að baki 162 leiki með Njarðvik og hefur gert í þeim 40 mörk. Bjarni er laus undan samning sínum í Keflavík og því er hann að nýju kominn í raðir Njarðvíkinga sem leika í 1. deild í sumar.
Mynd: Bjarni t.v. og Leifur Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri KSD UMFN t.h.