Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarni Hólm til Levanger
Miðvikudagur 23. mars 2011 kl. 12:50

Bjarni Hólm til Levanger

Bjarni Hólm Aðalsteinsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska félagið Levanger sem leikur í annarri deildinni í Noregi en þessu greinir Fótbolti.net frá í dag. Rúnar Páll Sigmundsson, fyrrum þjáfari HK, er þjálfari liðsins en Bjarni Hólm hefur undanfarin tvö tímabil leikið með Keflavík og hefur hann ekkert æft með liðinu í vetur.

Þessi 26 ára gamli leikmaður fór til Levanger á reynslu á dögunum og samdi í kjölfarið við félagið. Bjarni er uppalinn hjá Huginn á Seyðisfirði en hann hefur einnig leikið með Fram og ÍBV hér á landi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024