Bjarki til Keflavíkur
Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í knattspyrnu, staðfesti það við vefmiðilinn fotbolti.net í dag að 97,8% líkur væru á því að markvörðurinn Bjarki Freyr Guðmundsson væri á leið til liðsins.
Bjarki hefur leikið með ÍA að undaförnu en Keflvíkingar þekkja vel til Bjarka þar sem hann varði mark Keflavíkur um hríð og varð m.a. bikarmeistari með liðinu árið 1997.
Kristján bætir því við að Ómar Jóhannsson, aðalmarkvörður Keflavíkur, og Bjarki fái að keppa um stöðu aðalmarkvarðar en í fljóti bragði þá hafi Ómar vinninginn þar sem Bjarki komi ekki til landsins fyrr en í maí þar sem hann stundar nám í Bandaríkjunum.
www.fotbolti.net