Bjarki Guðmundsson farinn frá KR
KR-ingar hafa leyst Keflvíkinginn Bjarka Guðmundsson undan samningi en hann gekk til liðs við þá frá Keflavík fyrir tveimur árum. Bjarki sem er markmaður óskaði sjálfur eftir því að fá að yfirgefa liðið. Heyrst hefur að hann gæti verið á leið til Stjörnunnar í Garðabæ en Bjarki sagðist ekki vera búinn að ákveða hvar hann myndi leika næsta sumar en ýmsar þreyfingar væru í gangi.