Bjarki Freyr hættur hjá Keflavík
Markvörðurinn Bjarki Freyr Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við Knattspyrnudeild Keflavíkur um að fá sig lausan undan samningi sínum við félagið.
Bjarki er genginn til liðs við Þrótt í Reykjavík en aðalmarkvörður þeirra er við nám erlendis fram á vor. Liðið sárvantaði því markvörð og Bjarki sá þar möguleika á að tryggja sér markvarðarstöðuna.
VF-Mynd/ [email protected] - Bjarki í leik með Keflavík síðasta sumar gegn Fylki.