Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjargvætturinn fór til Grindavíkur fyrir tengdó
Þriðjudagur 24. mars 2009 kl. 11:17

Bjargvætturinn fór til Grindavíkur fyrir tengdó


Þórarinn Kristjánsson, oft nefndur Bjargvætturinn, skrifaði undir samning við knattspyrnudeild Grindavíkur í gær, eins og greint hefur verið frá hér á vf.is.

Þórarinn spilaði áður með Keflavík, Þrótti og Aberdeen og hefur m.a. skoraði 68 mörk í 152 leikjum frá 2001 samkvæmt tölfræði KSÍ . En Tóti hefur spilað fleiri leiki en tölfræðin nær til enda byrjaði hann ungur að setja inn mörk fyrir Keflavík t.d. þegar hann hélt þeim uppi með marki á lokamínútunum gegn ÍBV aðeins 15 ára að aldri.

Á vef Ungmennafélags Grindavíkur, umfg.is er stutt viðtal við Bjargvættinn, sem nú er kominn til Grindavíkur.

Hvað kom til að þú valdir að koma yfir til Grindavíkur?

"Maður er búinn að vera á leiðinni í mörg ár enda konan mín héðan og maður gerði þetta fyrir tengdó"

Hvernig líst þér á aðstæður hér?
"Bara mjög vel, allt jákvætt og ég hlakka til að takast á við þetta.  Ég hef spilað með nokkrum í liðinu áður, Scotty, Eystein og Óttar með Keflavík og Ray í yngri landsliðum.  Svo var ég undir stjórn Jankó fyrir nokkrum árum þegar hann hann þjálfaði Keflavík"

Í hvernig formi ertu?

"Ég er í fínu formi og loksins laus við meiðsli"

Hvernig verður að mæta fyrrum félögum þínum í Keflavík næsta sumar?

"Það verður bara gaman, við eigum leik við þá í Lengjubikarnum 8. apríl held ég og hlakka til þess"


Þórarinn og Þorsteinn Gunnarsson, formaður knattspyrnudeildarinnar skrifa undir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þórarinn og Janko en þeir störfuðu áður saman 2003-2004 þegar Jankó þjálfaði Keflavík.


Deila á Facebook