Birta með telpnamet á fyrsta keppnisdegi
Íslandsmeistaramótið í sundi í 50m laug hófst í gær en fjölmargir keppendur frá ÍRB taka þátt í mótinu að þessu sinni. Þetta er stærsta mót ársins á Íslandi í langri laug og er líka mikilvægt vegna þess að það er eitt þeirra móta sem skipta máli fyrir komandi landsliðsverkefni. Á fyrsta keppnisdeginum í gær setti Birta María úr ÍRB nýtt telpnamet í 800m skriðsundi á tímanum 9.28.28. Davíð Hildiberg vann svo öruggan sigur í 100 m baksundi en það er sannarlega flott byrjun hjá ÍRB.