Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna Valgarðs heiðruð í Höllinni
Mynd KKÍ: Birna með blómvönd fyrir miðju ásamt stjórnendum KKÍ.
Fimmtudagur 26. nóvember 2015 kl. 11:53

Birna Valgarðs heiðruð í Höllinni

Fyrir framlag sitt til íslensks körfubolta

Birna Valgarðsdóttir var heiðruð sérstaklega fyrir sitt framlag til íslensks körfuknattleiks í hálfleik í leik Íslands og Slóvakíu sem fram fór í Laugardalshöll í gær. Birna lék 76 landsleiki á ferli sínum með landsliðinu á árunum 1994-2009 en Birna hætti í boltanum eftir síðasta tímabil. Þar gerir hana að næst leikjahæstu landsliðskonu allra tíma.

Birna er bæði leikja- og stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar frá upphafi en hún hefur spilað með fjórum liðum í efstu deild. Tindastóli, Breiðablik, Grindavík og lengst af með Keflavík þar sem hún lék 314 leiki. Þar vann hún alla þá titla sem í boði eru oftar en einu sinni. Hún vann sjö Íslandsmeistaratitla með Keflvíkingum og fimm sinnum varð hún bikarmeistari með liðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiknum lauk með sigri Slóvaka 55-72 en Suðurnesjakonur létu ljós sitt skína í leiknum. Sandra Lind Þrastaróttir úr Keflvík lék talsvert í leiknum og skoraði fimm stig. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir úr Grindavík skoraði sömuleiðis fimm stig auk þess að taka fjögur fráköst. 

Tölfræði leiksins má sjá hér.