Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna sjóðheit með U18 gegn Úkraínu
Mánudagur 14. ágúst 2017 kl. 06:00

Birna sjóðheit með U18 gegn Úkraínu

Keflvíkingurinn Birna V. Benónýsdóttir, ein af leikmönnum meistaraliðs Keflavíkur í körfu kvenna skoraði nærri því annað hvert stig Íslands í sigri á Úkraínu á Evrópumóti landsliða undir 18 ára sem fram fór á Írlandi og lauk í gær. Leikurinn var um 13.-14. sætið í mótinu.

Lokatölur leiksins urðu 58-54 og skoraði Birna Valgerður 25 stig í leiknum, tók 12 fráköst, gaf 3 stoðsendingar, stal 2 og varði 3 skot á þeim 36 mínútum sem hún lék. Tvær aðrar Keflavíkurstúlkur voru næstar í stigaskorun, Þóranna Hodge Carr skoraði 12 stig og tók jafn mörg fráköst og Katla Rún Garðarsdóttir setti 6 stig og gaf jafn margar stoðsendingar. Tvær aðrar úr Keflavíkurliðinu stóðu sig vel með þessu landsliði U18 á mótinu en það voru þær Kamilla Viktorsdóttir og Elsa Albertsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Birna og Þóranna í eldlínunni með Keflavík sl. vetur.