Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna og Thelma Dís á æfingamóti með landsliðinu
Birna á vítalínunni með liði Keflavíkur
Miðvikudagur 27. desember 2017 kl. 14:31

Birna og Thelma Dís á æfingamóti með landsliðinu

- Emelía Ósk meidd

Tveir leikmenn Keflavíkur, þær Birna Benónýsdóttir og Thelma Dís Ágústdóttir, taka þátt í æfingamóti í boði körfuknattleikssambands Lúxemborgar með landsliði Íslands í körfu, sem fram fer í Lúxemborg dagana 27.-29. desember nk.

Liðið hélt út í morgun og mun æfa og leika æfingaleiki fram að heimför þann 30. des. Fyrsta æfingin fer fram í kvöld og síðan leikur liðið þrjá æfingaleiki næstu tvo daga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Emelía Ósk Gunnarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, er ekki í landsliðshópnum en hún sleit krossbönd fyrr í mánuðinum.