Birna fór fyrir liði Keflavíkur í góðum sigri gegn Val
Keflavík vann góðan sigur gegn Val í Dominosdeild kvenna um helgina þar sem hin þaulreynda Birna Valgarðsdóttir fór fyrir liði Keflavíkur í 88-72 sigri liðsins. Keflavík er tveimur stigum á eftir Íslandsmeistaraliði Snæfells sem er í efsta sæti deildarinnar eftir 101-76 sigur gegn Grindavík.
Birna skoraði 22 stig fyrir Keflavík sem lenti aldrei undir í leiknum og komst í 18-6 snemma leiks. Staðan var 48-39 í hálfleik.
Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 17 stig og tók 9 fráköst fyrir Keflavík og Carmen Tyson-Thomas var með 16 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.
Valur-Keflavík 72-88 (18-21, 21-27, 16-18, 17-22)
Valur: Taleya Mayberry 24/6 fráköst/7 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 14, Guðbjörg Sverrisdóttir 12/8 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/7 fráköst/4 varin skot, Ragnheiður Benónísdóttir 6/13 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 2.
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 22/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/9 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 16/12 fráköst/7 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 15/12 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 4/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Marín Laufey Davíðsdóttir 2/5 fráköst.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Jakob Árni Ísleifsson
Staða:
1 Snæfell 19 17 2 1469 - 1204 34
2 Keflavík 19 16 3 1645 - 1213 32
3 Grindavík 19 12 7 1388 - 1348 24
4 Haukar 18 11 7 1240 - 1192 22
5 Valur 19 10 9 1433 - 1363 20
6 Hamar 19 5 14 1042 - 1397 10
7 KR 19 3 16 1140 - 1371 6
8 Breiðablik 18 1 17 1095 - 1364 2