Birna fékk eins leiks bann hjá aganefnd KKÍ
- missir ekki af bikarúrslitaleiknum gegn Grindavík
	Birna Valgarðsdóttir leikmaður Keflavíkur var í dag úrskurðuð í eins leiks bann í Dominos deild kvenna. Aga- og úrskurðanefnd Körfuknattleikssambands Íslands kvað upp úrskurð sinn í dag. Bannið fær Birna vegna atviks sem átti sér stað í leik Keflavíkur gegn Val um síðustu helgi.  
	
	Úrskurð aganefndar má lesa í heild sinni hér: 
Birna verður í leikbanni laugardaginn 14. febrúar gegn Hamri.

 
	
				

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				