Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Birna bætti met Önnu Maríu
Miðvikudagur 27. mars 2013 kl. 22:54

Birna bætti met Önnu Maríu

Lokaumferðin í Domino's deild kvenna fór fram í kvöld. Það bar hæst til tíðinda að Keflvíkingurinn Birna Valgarðsdóttir bætt stigamet kvenna í deildarkeppni úrvalsdeildarinnar. Birna skoraði 22 stig í sigurleik gegn Fjölni en með því bætti hún met goðsagnarinnar Önnu Maríu Sveinsdóttur sem lék einnig með Keflvíkingum á árum áður. Birna hefur nú alls skorað 5006 stig í deildarkeppninni en hún þurfti 18 stig í leiknum til þess að bæta gamla metið.

Úrslit kvöldsins og tölfræði:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Haukar 109-55

Grindavík: Eyrún Ösp Ottósdóttir 26, Crystal Smith 20/7 fráköst/5 stoðsendingar/8 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 18/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jeanne Lois Figeroa Sicat 17, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 14/6 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5, Julia Lane Figueroa Sicat 3, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0.


Keflavík-Fjölnir 89-84 

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 28/15 fráköst/8 stoðsendingar, Jessica Ann Jenkins 22, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 22/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.
 

Njarðvík-Valur 71-78