Birkir og Helena keppa á NM unglinga í sundi
Tveir sundmenn úr ÍRB munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandameistaramóti unglinga í Danmörku um næstu helgi. Mótið fer fram í bænum Nærum sem er í nágrenni Kaupmannahafnar.
Landsliðsmenn ÍRB eru þau Birkir Már Jónsson, sem skráður er til keppni í 50, 100 og 200m flugsundi ásamt 200 og 400m skriðsundi, og Helena Ósk Ívarsdóttir sem keppir í 50, 100 og 200m bringusundi.
Mynd úr safni ÍRB