Birkir og Helena á EMU
Þau Birkir Már Jónsson og Helena Ósk Ívarsdóttir, sundfólk frá ÍRB, héldu í morgun utan til keppni á Evrópumeistaramóti unglinga í sundi í Búdapest í Ungverjalandi.
Með Birki og Helenu í för voru fjögur önnur ungmenni í unglingalandsliði Íslands.
Hægt er að fylgjast með sundfólkinu og árangri þeirra á heimasíðum Njarðvíkur og Keflavíkur.
Eða með því að smella hér.