Birkir Már setur skólamet
Sundmaðurinn Birkir Már Jónsson stóð sig vel í Sun Belt deildinni á úrtökumótinu fyrir NCAA. Birkir setti tvö skólamet í einstaklingssundum og tvö met í boðsundum ásamt því að synda næsthraðasta tíma í sögu skólans í 100m baksundi. Birkir setti skólamet í 100m og 200m flugsundi og er greinilega í fínu formi.
Birkir Már ætlar að koma og keppa með ÍRB á IM 50 og er það okkur mikið gleðiefni, segja þjálfarar ÍRB í fréttaskeyti.