Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 29. júlí 2003 kl. 10:14

Birkir Már með piltamet

Birkir Már Jónsson setti piltamet á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar í gær. Hann synti 100 metra skriðsund á tímanum 53,83 sekúndum en gamla metið átti Örn Arnarsson. Þess má til gamans geta að Birkir sagði í samtali við Víkurfréttir í síðustu viku að eitt af markmiðum hans fyrir mótið væri að slá þetta met Arnar. Það gerði kappinn og nú ætti hann að geta mætt kokhraustur á æfingu hjá ÍRB í næstu viku. Birkir Már endaði í 11. sæti á mótinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024