Birgir Már nýr formaður kkd Keflavíkur
Birgir Már Bragason var kjörinn formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur á aðalfundi deildarinnar í gær. Birgir Már tekur þar við af Hrannari Hólm, sem mun áfram starfa með deildinni sem varamaður í stjórn.
Ný stjórn deildarinnar er eftirfarandi:
Birgir Már Bragason formaður
Brynjar Hólm Sigurðsson varaformaður
Særún Guðjónsdóttir gjaldkeri
Erla Hafsteinsdóttir ritari
Guðsveinn Ólafur Gestsson meðstjórnandi
Varamenn:
Hrannar Hólm
Hermann Helgason
Gunnar Jóhannsson.
Þeir Einar Skaptason, Grétar Ólason, Þórir Smári Birgisson og Kristján Guðlaugsson höfðu setið í stjórn, en ákváðu að gefa ekki kost á sér. Ný stjórn þakkaði þeim fyrir samstarfið á liðnum árum.
Á heimasíðu félagsins kemur fram að samningaviðræður við þjálfara og leikmenn stæðu nú yfir en ljóst er að Jón Halldór Eðvaldsson mun áfram gegna starfi þjálfara meistaraflokks kvenna sem fékk silfurverðlaun í deildarkeppninni, bikarnum og á Íslandsmótinu. Jón var með tveggja ára samning og var vilji hjá Jóni og stjórninni að klára þann samning.
Á myndinni sést Birgir ásamt Helenu Sverrisdóttur leikmanni Hauka