Bílvelta í Rally
Rallýkeppnin sem haldin var á Reykjanesinu í kvöld endaði með veltu. Ökumennirnir Guðmundur Guðmundsson og Jón Bergsson sluppu með minniháttar áverka er þeir óku á vatnsrör frá Hitaveitunni með þeim afleiðingum að bifreið þeirra, Subaru Impreza, valt og lá á hvolfi á miðjum veginum. Voru þeir báðir fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar. Þeir voru staddir á sérleið tvö sem var næst síðasti hluti keppninnar á Reykjanesinu en sú leið lá frá Reykjanesvita inn í Grindavík. Ekki er vitað um tildrög slyssins að svo stöddu en veður og færi var tiltölulega gott og vegurinn beinn.
VF-mynd/Atli Már Gylfason