Bílavíkurmótið: 2. umferð
Önnur umferð Bílavíkurmótsins í körfuknattleik fer fram í kvöld í Ljónagryfjunni og er fyrri viðureign kvöldsins leikur Njarðvíkur og Keflavíkur. Leikurinn hefst kl. 18:30 en Grindvíkingar mæta Fjölni í seinni leik kvöldsin kl. 20:30. Lokaumferðin fer svo fram annað kvöld.
VF-mynd/ frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í Hópbílabikarnum síðastliðið tímabil.