Bílabíó í Keflavík
Boxing Atletic Gym og Sýn standa fyrir boxpartýi í Keflavík, nk. laugardagskvöld 15. september. Þá munu Felix Trinidad Og Bernarnd Hopkins eigast við í einum mest spennandi millivigtarbardaga sögunnar. Bardaganum verður sjónvarpað á risa skjá úti við S.B.K-planið í Grófinni í Keflavík og hljóðvarpað beint á fm-tíðni til bíla á svæðinu.
Kaffi Duus ætlar að sjá um veitingar beint í bílinn og einnig ætlar Hótel Keflavík að veita 50% afslátt af hótelherbergjum fyrir þá sem leggja leið sína til Keflavíkur að horfa á bardagann. Áætlað er að útsendingin hefjist um miðnætti. Allir box áhugamenn eru hvattir til að fjölmenna á bílum sínum og taka þátt í þessum viðburði.






