Bikarveisla í Grindavík
Bikarkeppni yngri flokka í gangi um helgina
Það er nóg um að vera í Grindavík þessa helgina en þar fara fram bikarúrslit yngri flokka í körfubolta í dag og á morgun. Mikið verður lagt í að gera umgjörðina sem glæsilegasta en sporttv.is mun sýna beint frá öllum leikjum helgarinnar sem og bein tölfræðilýsing verður á kki.is. Suðurnesjamenn eiga fulltrúa í öllum úrslitaleikjunum nema einum.
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:
Laugardagur 8. mars
10:00 - 9. flokkur drengja · Njarðvík - ÍR
12:00 - 10. flokkur stúlkna · Haukar - Keflavík
14:00 - 11. flokkur drengja · Breiðablik - Grindavík/Þór Þ.
16:00 - Unglingaflokkur kvenna · Haukar - Keflavík
Sunnudagur 9. mars
10:00 - 9. flokkur stúlkna· Keflavík - Hrunamenn
12:00 - 10. flokkur drengja · Keflavík - Njarðvík
14:00 - Stúlknaflokkur · Haukar - Keflavík
16:00 - Drengjaflokkur · Haukar - KR