Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarveisla í fótboltanum um helgina
Föstudagur 28. apríl 2017 kl. 10:15

Bikarveisla í fótboltanum um helgina

Nóg um að vera á Suðurnesjum - tveir grannaslagir

Um helgina fer fram önnur umferð í bikarkeppninni í fótbolta þar sem tveir grannaslagir fara fram á Suðurnesjum. Hæst ber að nefna rimmu Keflavíkur og Víðis sem fram fer í kvöld á Nettóvelli klukkan 19:00. GG og Þróttarar eigast svo við í Grindavík á morgun klukkan 14:00 á Grindavíkurvelli.

Hin Suðurnesjaliðin leika líka á heimavelli á laugardag. Njarðvíkingar taka þá á móti ÍR á meðan Reynismenn leika gegn Haukum en þeir leikir hefjast einnig klukkan 14:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrvalsdeildarliðið Grindavík situr hjá að þessu sinni en kemur til leiks í næstu umferð, eða 32. liða úrslitum.