Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarúrslitin: Koma tveir bikarar í Reykjanesbæ í dag?
Laugardagur 18. febrúar 2012 kl. 10:00

Bikarúrslitin: Koma tveir bikarar í Reykjanesbæ í dag?



Í dag munu íbúar Reykjanesbæjar sjálfsagt fjölmenna í Laugardalshöllina enda leika bæði karlalið Keflavíkur og kvennalið Njarðvíkur til úrslita í Powerade-bikarnum í körfubolta. Þetta eru jafnan stærstu leikir ársins í körfuboltanum og ljóst að körfuboltaaðdáendur bíða með óþreyju eftir því að mæta í Höllina frægu og styðja sitt lið til sigurs. Fjörið hefst klukkan 13:30 með leik Njarðvíkur og Snæfells en strákarnir hefja leik klukkan 16:00.

Ef við förum yfir sögu þessara liða í bikarúrslitum þá kemur margt skemmtilegt í ljós.

Karlalið Keflavíkur hefur unnið 5 sinnum (1993, ‘94, ‘97, 2003, ‘04) en 9 sinnum hafa þeir leikið til úrslita og verður þetta því tíunda ferð Keflvíkinga í Höllina um helgina. Fyrst léku Keflvíkingar til úrslita árið 1990 en þá töpuðu þeir gegn Njarðvíkingum. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflvíkinga hefur tvisvar sigrað sem þjálfari karlaliðsins, árið 1997 og 2003. Keflvíkingar hafa 17 sinnum fagnað bikarmeistaratitli í bæði karla- og kvennaflokki en aðeins KR hefur sigrað oftar, eða 20 sinnum.

Sigrar:
1993: Keflavík 115-76 Snæfell
1994: Keflavík 100-97 Njarðvík
1997: Keflavík 77-66 KR
2003: Keflavík 95-71 Snæfell
2004: Keflavík 93-74 Njarðvík
2012: Keflavík-Tindastóll?


Njarðvíkingar komust síðast í Höllina árið 2002 í kvennaflokki en töpuðu gegn KR eftir framlengdan leik. Njarðvíkingar hafa þrisvar komist í úrslitaleikinn en ekki tekist að sigra enn. Njarðvík hefur 8 sinnum orðið bikarmeistari í karlaflokki en kvennaboltinn á eftir að næla í titilinn eins og áður sagði. Kannski er stund þeirra runnin upp.

1983: KR 56-47 Njarðvík
1996: Keflavík 69-40 Njarðvík
2002: KR 81-74 (68-68) Njarðvík
2012: Snæfell - Njarðvík?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024