Bikarúrslitin: Haukar yfir í hálfleik
Haukar eru með eins stigs forskot á Keflavík í hálfleik í úrslitaleik bikarkeppni kvenna í körfuknattleik, 43-42, en leikurinn fer fram í Laugardalshöll og er sýndur í beinni útsendingu á RÚV.
Keflvíkingar hafa haft frumkvæiðð lengst af, en Haukar sóttu í sig veðrið og skoruðu síðustu körfu fyrri hálfleiks um leið og tíminn rann út.
Bryndís Guðmundsdóttir hefur farið fyrir Keflavíkingum mað 13 stig, en Helena Sverrisdóttir og Ifeoma Okonkwo eru með 12 stig hvor fyrir Hauka.
VF-mynd/JBO
Nánar af leiknum síðar...