Bikarúrslitin: Forsala í fullum gangi!
Forsala miða á bikarúslitaleikina í Laugardalshöllinni á morgun er í fullum gangi. Keflvíkingar eru með forsölu sína í Félagsheimilinu við Hringbraut, en miðasala Njarðvíkinga er í Íþróttamiðstöðinni.
Báðir aðilar segja miðasölu ganga vel og góð stemmning og mikil spenna sé í herbúðum beggja.
Áhugasömum er bent á að opið verður á báðum stöðum til kl. 18.00.