Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bikarúrslit yngri flokka um næstu helgi
Miðvikudagur 27. febrúar 2008 kl. 11:38

Bikarúrslit yngri flokka um næstu helgi

Bikarúrslit yngri flokka í körfuknattleik verða leikin um næstu helgi í Iðu á Selfossi. FSu mun sjá um að hafa umgjörð leikjanna sem glæsilegasta. Nú er komið á hreint hvenær leikið verður í hverjum flokki.

 

Ljóst er að það verða margir áhugaverðir leikir um helgina og það verður spennandi að fylgjast með mörgum af efnilegustu leikmönnum landsins eigast við. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá helgarinnar en Suðurnesjaliðin verða að vanda í eldlínunni og verða alls 7 Suðurnesjalið í 9 úrslitaleikjum.

 

Laugardagur 1. mars:

 

10:00, úrslit í 9. flokki kvenna: Hrunamenn - Keflavík

 

12:00, úrslit í 10. flokki karla: Njarðvík - Hamar/Þór

 

14:00, úrslit í Stúlknaflokki: Haukar - Grindavík

 

16:00, úrslit í Drengjaflokki: KR - Breiðablik

 

Sunnudagur 2. mars:

 

10:00, úrslit í 9. flokki karla: Keflavík - Njarðvík

 

12:00, úrslit í 10. flokki kvenna: Keflavík - Haukar

 

14:00, úrslit í 11. flokki karla: Breiðablik - Fjölnir

 

16:00, úrslit í Unglingaflokki kvenna: KR - Grindavík

 

18:00, úrslit í Unglingaflokki karla: FSu - KR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024