Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarúrslit: Upphitunin farin í gang á Broadway
Laugardagur 2. október 2004 kl. 11:11

Bikarúrslit: Upphitunin farin í gang á Broadway

Úrslitaleikur Keflavíkur og KA um VISA-bikarinn í knattspyrnu hefst kl. 14 í dag.

Undirbúningurin er hins vegar farinn af stað í Ásbyrgi á Broadway þar sem Stuðningsmannasveitin stendur fyrir skemmtilegri dagskrá. Boðið er upp á andlitsmálun og veitt verðlaun fyrir flottasta búninginn svo fátt eitt sé nefnt. Hersingin mun svo leggja í hann um klukkan eitt og ganga saman niður á völl þar sem fjörið fer í gang fyrir alvöru.

Stuðningsmannasveitin hefur lofað mikilli stenmmningu þar sem trumbur verða slegnar og lúðrar þeyttir ásamt því að stuðningsköll munu hljóma um allan völl.

Víkurfréttir hvetja alla Suðurnesjamenn til að fjölmenna á völlinn og tryggja það að bikarinn fari til Suðurnesja.

ÁFRAM KEFLAVÍK!!

Mynd: Keflavík hampar 1. deildar bikarnum í fyrra

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024