Bikarúrslit og Samkaupsmót um helgina
Ungir körfuboltaiðkendur af Suðurnesjum munu hafa nóg fyrir stafni um helgina þegar Samkaupsmótið fer fram í Reykjanesbæ og bikarúrslit yngri flokka en þau fara fram í DHL-Höllinni í Reykjavík en DHL-Höllin er heimavöllur KR í Vesturbænum.
Leikjaniðurröðun og dagskrá Samkaupsmótsins er nú hægt að nálgast á vefsíðum Njarðvíkur og Keflavíkur á www.umfn.is og www.keflavik.is
Á morgun hefjast bikarúrslit yngri flokka og er leikjaniðurröðun eftirfarandi:
Laugardagur 10. mars
10:00 9. flokkur drengja Hamar/Selfoss – Fjölnir
12:00 10. flokkur stúlkna UMFH - Haukar
14:00 11. flokkur drengja KR - Fjölnir
16:00 Stúlknaflokkur Keflavík - Haukar
18:00 Unglingaflokkur karla Njarðvík - Fjölnir
Sunnudagur 11. mars
10:00 9. flokkur stúlkna Haukar – Hamar/Selfoss
12:00 10. flokkur drengja Fjölnir – Fjölnir B
14:00 Unglingaflokkur kvenna Haukar - Keflavík
16:00 Drengjaflokkur Keflavík - FSu