Bikarstemmningingin á leik Keflavíkur og Vals
Það lá vel á stuðningsmönnum Keflavíkur í gær þegar Keflavík var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Mjólkurbikars karla. Veðrið var eins og best verður á kosið og eins var boðið upp á frábæra skemmtun á knattspyrnuvellinum þrátt fyrir úrslit vítaspyrnukeppninnar.
Stuðningsmenn gátu hitað upp með grilluðum hamborgurum og kældum drykkjum og þá tók Valdimar Guðmundsson lagið við undirleik Björgvins Ívars Baldurssonar.
Meðfylgjandi eru myndir og myndskeið frá upphituninni.