Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarslagur í kvöld: Keflavík – FH
Fimmtudagur 24. júní 2010 kl. 08:52

Bikarslagur í kvöld: Keflavík – FH


Keflavík tekur á móti Íslandsmeisturum FH í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla í kvöld. Leikið verður á Njarðtaksvellinum í Njarðvík og  hefst leikurinn kl. 19:15.  Svo skemmtilega vill til að þetta er þriðja árið í röð sem þessi lið mætast í bikarnum á heimavelli Keflvíkinga.

Keflvíkingum hefur gengið vel í þessum leikjum og slegið FH-inga út úr bikarnum tvö síðustu ár.  Í fyrra tryggði Magnús Þorsteinsson sigurinn í 8 liða úrslitum með eina marki leiksins.  Það má því búast við  kemmtilegum leik eins og alltaf þegar þessi lið mætast.

Keflavík og FH hafa átta sinnum mæst í bikarkeppninni.  Liðin mættust fyrst í undanúrslitum árið 1972 og gerðu þá markalaust jafntefli.  Á þessum árum var leikinn annar leikur eftir jafntefli og FH-ingar unnu seinni leikinn óvænt en þeir léku þá í 2. deild.  Síðan hefur Keflavík fimm sinnum haft betur gegn FH í bikarnum en FH-ingar tvisvar.  Síðast unnu FH-ingar í eftirminnilegum leik árið 2001 en hann endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Gunnaleifur Gunnleifsson misnotaði síðustu spyrnuna.  Gunnleifur lék þá í marki Keflavíkur en leikur nú með FH.  Síðustu tvö ár hefur Keflavík svo slegið FH út með heimasigrum.

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur, er bjartsy´nn á sigur gegn Íslandsmeisturunum.
„Það er skemmtilegt að fá stóran leik á miðju keppnistímabili og við erum í þessu fyrir stóru stundirnar. FH eru Íslandsmeistarar og það er gaman að mæta þeim í alvöruleik. Við höfum heimavöllinn og það hjálpar okkur vonandi,“ segir Willum Þór sem hefur litlar
áhyggjur þrátt fyrir að gengi liðsins hafi dalað örlítið eftir frábæra byrjun á Íslandsmótinu.
---

Mynd: Frá leik FH og Keflavíkur á síðasta ári

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024