Bikarmót Trésmiðju Snorra Hjaltasonar
Á laugardag, 27. janúar, fer fram annað mótið í bikarmótaröð Trésmiðju Snorra Hjaltasonar í Tae Kwon do. Mótið verður haldið í Íþróttaakademíunni í Reykjanesbæ og er fyrsta mótið sem haldið er á Suðurnesjum.
Þess má geta að Grindvíkingar tefla nú fram í fyrsta sinn liði í Taekwondo á bikarmótaröðinni og verður fjöldinn allur af sprækum krökkum sem munu spreyta sig í mótinu.
Keppni í yngri flokkum hefst kl. 10:00 í Íþróttaakademínunni á laugardagsmorgun og í eldri flokkum hefst keppni kl. 15:00.