Bikarmót Sundsambands Íslands: Njarðvík komst í 1. deild!
Sundlið UMFN vann sig upp í 1. deild í Bikarkeppni SSÍ um sl. helgi. Sundliðið bætti árangur sinn frá árinu áður og fluttist upp með sigurvegurum 2. deildar sem voru Skagamenn. Þessi tvö lið voru langefst og var á milli þeirra æsispennandi barátta allt fram í síðustu keppnisgrein.
Árangur liðins er góður og voru sundmenn yfirleitt að bæta sig smávegis eða synda alveg við sína bestu tíma. Karlalið félagsins stóð sig það vel að það var í þriðja sæti yfir samanlagðan árangur bæði í 1. og 2. deild þrátt fyrir ungan aldur. Þeir skipuðu sér þar á eftir SH og Ægi en stigakeppni
þessi er alveg sú sama á milli deilda.
Í keppninni var líka greinilegt að keppnisandinn og samheldni innan liðsins er góð en þannig umhverfi skilar líka liðum í réttan farveg og hvetur keppnismenn þeirra til afreka. Lið UMFN er í góðum málum fyrir næsta ár því uppistaðan í liðinu eru ungir sundmenn sem eiga eftir að sýna miklar framfarir á næsta ári. Rólegheit eru nú í keppnismálum liðsins fram yfir áramót en þá tekur alvaran við aftur.
Einn einstaklingur innan deildarinnar, Jón Oddur Sigurðsson er þó á leiðinni í stórt verkefni
nú í desember. Hann er að fara að keppa á Norðurlandamóti unglinga í Noregi og stefnir hann á að gera stóra hluti þar. Ætlunin er að toppa á því móti og miðað við árangur hans um síðstu helgi ætti það að ganga upp, því hann var að synda mjög vel þrátt fyrir að vera eingöngu lítillega hvíldur. Jón Oddur sem var fyrirliði karlaliðs UMFN á Bikarkeppninni ásamt Sigurbjörgu Gunnarsdóttur sem var fyrirliði kvennanna, keppa síðan sterku móti í Lúxemborg í janúar 2001, en þau fara þangað sem afrekshópur UMFN.
Árangur liðins er góður og voru sundmenn yfirleitt að bæta sig smávegis eða synda alveg við sína bestu tíma. Karlalið félagsins stóð sig það vel að það var í þriðja sæti yfir samanlagðan árangur bæði í 1. og 2. deild þrátt fyrir ungan aldur. Þeir skipuðu sér þar á eftir SH og Ægi en stigakeppni
þessi er alveg sú sama á milli deilda.
Í keppninni var líka greinilegt að keppnisandinn og samheldni innan liðsins er góð en þannig umhverfi skilar líka liðum í réttan farveg og hvetur keppnismenn þeirra til afreka. Lið UMFN er í góðum málum fyrir næsta ár því uppistaðan í liðinu eru ungir sundmenn sem eiga eftir að sýna miklar framfarir á næsta ári. Rólegheit eru nú í keppnismálum liðsins fram yfir áramót en þá tekur alvaran við aftur.
Einn einstaklingur innan deildarinnar, Jón Oddur Sigurðsson er þó á leiðinni í stórt verkefni
nú í desember. Hann er að fara að keppa á Norðurlandamóti unglinga í Noregi og stefnir hann á að gera stóra hluti þar. Ætlunin er að toppa á því móti og miðað við árangur hans um síðstu helgi ætti það að ganga upp, því hann var að synda mjög vel þrátt fyrir að vera eingöngu lítillega hvíldur. Jón Oddur sem var fyrirliði karlaliðs UMFN á Bikarkeppninni ásamt Sigurbjörgu Gunnarsdóttur sem var fyrirliði kvennanna, keppa síðan sterku móti í Lúxemborg í janúar 2001, en þau fara þangað sem afrekshópur UMFN.