Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 26. janúar 2000 kl. 14:37

Bikarmeistararnir úr leik

Njarðvíkingar náðu ekki að halda uppi baráttu í 40 mínútur gegn ungu og efnilegu liði KR-inga og eru því úr leik 80-84. Grænklæddir heimamenn léku með sorgarbönd vegna fráfalls Örlygs Sturlusonar og gerðu í raun vel að leika á annað borð m.t.t hinna gríðarlegu sterku tengsla leikmanna liðsins við Örlyg og fjölskyldu hans. Fullt hús áhorfenda ýtti undir tilfinningarna og Njarðvíkingar flutu á adrenalíninu allan fyrri hálfleikinn og höfðu 49-43 forystu í leikhléi. Í seinni hálfleik mátti sjá að orku og einbeitingu Njarðvíkinga þraut og ungt lið KR sá möguleikann á bikarúrslitaleik verða að veruleika fyrir tilstilli góðrar hittni danska leikstjórnandans Jespers Sörensen og fögnuðu ógurlega í leikslok, fagnaðarlátum sem mörgum viðstöddum fannst keyra úr hófi séu aðstæður hafðar í huga. Teitur Örlygsson og Friðrik Stefánsson léku best Njarðvíkinga en Ólafur Ormsson, áðurnefndur Jesper og Keith Vassel héldu uppi leik KR-inga. Skömm KKÍ Mörgum Suðurnesjamönnum, blm. Víkurfrétta meðal annars, var á þeirri skoðun að KKÍ hefði með réttu átt að fresta leikjum Njarðvíkinga þangað til jarðarför Örlygs Sturlusonar hefði farið fram. Rökin fyrir því væru einföld og sterk. Körfuknattleikur er liðsíþrótt þar sem náin tengst myndast á milli leikmanna og samveran oft meiri en milli systkina. Tveir föðurbræður Örlygs leika með liðinu og öll nánasta fjölskylda Örlygs er nátengt sögu körfuknattleiksins í Njarðvík. Umræddur sorgaratburður er mesta áfall sem kkd. Njarðvíkur hefur þurft að ganga í gegnum. Víkurfréttum finnst ekki rétt að gera leikmönnum liðsins skylt að taka þátt í jafn mikilvægum leik og undanúrslitaleik bikarkeppninnar á meðan undurbúningur kveðjustundar Örlygs er í fullum gangi. „Ég ætla ekki að reyna að fara yfir leikinn“ sagði Friðrik Rúnarsson þjálfari Njarðvíkinga. „Ég óska KR-ingum með hamingju með að vera komnir í úrslit bikarkeppninnar. Nú snúum við bökum saman og einbeitum okkur að því sem skiptir máli.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024