Föstudagur 26. október 2007 kl. 14:29
Bikarmeistararnir mæta í Ljónagryfjuna
Þriðju umferðinni í Iceland Express deild karla í körfuknattleik lýkur í kvöld þegar tveir leikir fara fram. Báðir hefjast leikirnir kl. 19:15 en þá taka Njarðvíkingar á móti bikarmeisturum ÍR og Tindastóll mætir Skallagrím á 100 ára afmælisdegi Tindastóls.
Njarðvíkingar eiga möguleika á því í kvöld að vinna sinn 18. deildarsigur í röð þegar bikarmeistararnir koma í heimsókn. Tímabilið hefur farið vel af stað hjá Njarðvíkingum sem unnið hafa bæði Snæfell og Þór Akureyri í fyrstu leikjunum. ÍR tapaði óvænt fyrir Þór Akureyri í fyrstu umferðinni en lögðu svo Tindastól í annarri umferðinni.
Hörkuleikur í Ljónagryfjunni í kvöld og fólk hvatt til að fjölmenna á völlinn.
Staðan í deildinni
VF-Mynd/ Úr safni - Guðmundur Jónsson í leik gegn KR.