Bikarmeistararnir mæta í Landsbankann
Takið mynd af ykkur með bikarmeisturum Keflavíkur
Bikarmeistarar Keflavíkur í körfuknattleik kvenna koma í heimsókn í Landsbankann í Reykjanesbæ á morgun föstudaginn 17. febrúar kl. 14:30. Þar ætla meistararnir að taka á móti öllum unnendum körfuboltans og taka að sjálfsögðu bikarinn glæsilega með sér sem þær fengu afhentan í Laugardalshöll. Allir sem mæta í útibúið geta fengið að taka myndir af sér með bikarmeisturunum og bikarnum.
Keflavík tryggði sér glæsilegan sigur í bikarkeppninni í úrslitaleik gegn Skallagrími í spennandi leik í Laugardalshöll. Þetta er fjórtándi titill félagsins en sá fyrsti vannst árið 1987. Sigurinn var sérstaklega sætur þar sem liðið er ungt að árum og á því framtíðina fyrir sér.
Landsbankinn hefur verið stoltur bakhjarl körfuknattsleiksdeildar Keflavíkur um langt árabil og óskar kvennaliðinu og Keflvíkingum öllum innilega til hamingju með árangurinn.