Bikarleikur milli Keflavíkur og Snæfells frá 1993 sýndur á Kaplinum
Það verður sannkölluð bikarupphitun á Kapalstöð Víkurfrétta í kvöld kl. 20:00 en þá verður sýndur 10 ára gamall bikarúrslitaleikur milli Keflavíkur og Snæfells, en liðin mætast annað kvöld í úrslitum bikarsins. Útsendingin hefst kl. 20:00 en um er að ræða gamla upptöku af leiknum og því geta áhorfendur átt von á því að sjá gamlar auglýsingar frá þessum tíma birtast inn á milli. Áhugamenn um körfuknattleik ættu ekki að láta þetta einstaka tækifæri framhjá sér fara.
Útsending bíómynda sem sýndar eru á Kaplinum færist til kl. 22:00!
Útsending bíómynda sem sýndar eru á Kaplinum færist til kl. 22:00!