Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 22. júlí 1999 kl. 22:41

BIKARLEIKUR GEGN BREIÐABLIKI

Kvennaliði Grindvíkinga í knattspyrnu var skellt illilega niður á jörðina síðastliðið þriðjudagskvöld eftir 3 leikja sigurgöngu er Stjörnustúlkur úr Garðabænum burstuðu þær 6-0. Annað kvöld leika stúlkurnar gegn stórveldinu Breiðablik í 4 liða úrslitum Coca-Cola bikarkeppninnar í Grindavíkur og hefjast leikar kl. 20. Þó Blikaliðið sé sterkari á pappírnum var jafnt 1-1 eftir 70 mínútur er liðin mættust í deildinni en leikurinn fór 3-1. Prógrammið er stíft þessa dagana því næsta þriðjudag fá þær topplið Valsmanna í heimsókn. Grindavíkurstúlkur verða fyrir mikilli blóðtöku því bandarísku leikmennirnir þrír hverfa brátt til skólavistar í sínu heimalandi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024