Bikarleikir í Njarðvík og Garði í kvöld
Njarðvíkingar taka á móti KB frá Breiðholti og Víðir á móti Árborg í annari umferð VISA-bikars karla í kvöld. Báðir leikir hefjast kl. 20. Njarðvík hlýtur að teljast sigurstranglegra í kvöld gegn andstæðingum sínum úr Breiðholtinu þó gengi þeirra grænu hafi ekki verið með besta móti í 1. deildinni í sumar. KB leikur í 3. deildinni og er aðallega samansett af fyrrum leikmönnum Leiknis.
VF-mynd úr safni - úr leik Njarðvíkur og Fjarðarbyggðar
Andstæðingar Víðis, sem er í 2. deild, koma einnig úr 3. deildinni þannig að flest bendir til þess að liðin muni slást í hóp með Þrótti úr Vogum og Reyni frá Sandgerði í 32-liða úrslitum. Þróttur lagði Hvíta Riddarann og Reynir lagði Elliða í leikjum sem fóru fram í gær.
Þá féll GRV út í 16 liða úrslitum í bikarkeppni kvenna þegar þær töpuðu gegn Fylki á föstudag.