Bikarkeppni SSÍ 2004 um helgina
Um næstu helgi fer fram Bikarkeppni SSÍ í Sundhöll Reykjavíkur.
Lið ÍRB hefur að þessu sinni á að skipa tveimur liðum. Eitt í 1. deildinni og annað ungt lið í 2. deildinni. Undanfarin tvö ár þá hefur lið ÍRB sigrað í Bikarkeppninni með glæsibrag og í ár þá er stefnan sett á þriðja titilinn í röð. Liðið í annari deildinni ætlar sér einnig stóra hluti og stefnir að sjálfsögðu á sigur.
Forsvarsmenn sunddeildar ÍRB segja þannig hugsanagang einmitt vera sérkenni og sérstaða sundfólks í ÍRB og hvetja sundáhugamenn og íþróttaunnendur úr Reykjanesbæ til að mæta og hvetja okkar frábæru sundmenn.