Bikarkeppni KSÍ: Njarðvík fær KR
Njarðvík mun mæta úrvalsdeildarliði KR í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, en dregið var fyrir stundu. Leikurinn fer fram á heimavelli Njarðvíkur.Grindvík mætir Þrótti úr Reykjavík og Keflavík Leikni. Báðir leikirnir fara fram í Reykjavík.
Leikið verður í 16-liða úrslitum 2. og 3. júlí nk.






