Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 18. desember 2003 kl. 14:34

Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar: 8-liða úrslit karla og kvenna

Fyrir stundu var dregið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.

KARLAR

Bikarmeistarar Keflavíkur sækja Hauka heim á Ásvelli . Njarðvíkingar fá Hamarsmenn í heimsókn í Ljónagryfjuna og 1. deildarlið Fjölnis sækir Grindvíkinga, topplið úrvalsdeildar, heim í Röstina. Í fjórða leiknum mætast Tindastóll og Snæfell á Sauðárkróki. Leikirnir fara fram fimmtudaginn 8. janúar.

KONUR

Keflavíkingar munu mæta sigurliðiliðinu úr leik Breiðabliks og Þórs Akureyri á útivelli. Njarðvík sækir Haukastúlkur heim og Grindavík mun mæta KR á útivelli að því gefnu að þær sigri Ármann/Þrótt í kvöld. Þá fær topplið 1. deildar, ÍS, Tindastól í heimsókn. Leikirnir fara fram 7. janúar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024