Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 15. desember 2003 kl. 23:52

Bikarkeppni KKÍ, Kvennaflokkur: Fáheyrðir yfirburðir Hauka gegn B-liði Keflavíkur

Haukar unnu B-lið Keflavíkur með óheyrilegum mun,136-23, í 16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfuknattleik. Eins og tölurnar gefa til kynna var ekki um spennandi leik að ræða, enda var staðan 47-4 eftir fyrsta leikhluta.

Það eina sem vakti athygli í þessum leik var frammistaða Haukastúlkunnar Helenu Sverrisdóttur, sem var einni stelu frá ferfaldri tvennu þar sem hún skoraði 40 stig, tók 21 frk., gaf 16 stoðs. og stal boltanum 9 sinnum. Til gamans má geta þess að hún ein var ofar öllu B-Keflavíkurliðinu í öllum tölfræðiflokkum nema vörðum skotum (1-1 jafntefli þar). Þá stóð Pálína Gunnlaugsdóttir sig ekki síður vel í Haukaliðinu og náði líka þrefaldri tvennu, Skoraði 47 stig, tók 12 fráköst og stal 11 boltum.

Hér má finna tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024