Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. janúar 2004 kl. 19:27

Bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik: Dijon sigrar Keflavík, 104-92

Franska liðið Dijon lagði Keflavík að velli í fyrsta leik liðanna í útsláttarkeppni bikarkeppni Evrópu. Lokatölur voru 104-92, Frökkunum í vil eftir að þeir höfðu leitt allan leikinn.

Heimamenn byrjuðu með látum og skoruðu fyrstu 10 stigin í leiknum. Þeir voru yfir 18-5 þegar Keflvíkingar hrukku loks í gang og náðu að rétta sinn hlut.

Í hálfleik var staðan 57-49 fyrir Dijon, en mikið hafði gengið á í öðrum leikhluta. Magnús Þór lenti í útistöðum við einn leikmann franska liðsins sem endaði með því að báðir fengu dæmda á sig ásetningsvillu. Keflavíkingar söxuðu jafnt og þétt á forskot heimamanna og unnu annan leikhlutann 16-26 en gáfu eilítið eftir í þeim þriðja og var staðan 80-64 fyrir lokasprettinn.

Stig Keflavíkur: Derrick Allen 37, Nick Bradford 26, Magnús Gunnarsson 11, Gunnar Einarsson 7, Davíð Jónsson 5, Halldór Halldórsson 4, Jón Nordal Hafsteinsson 2.

Liðin mætast að öðru sinni í Keflavík föstudaginn 23. janúar.

Nánari fréttir síðar...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024