Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn: Tvisvar komið í logni til Grindavíkur
Sunnudagur 19. janúar 2014 kl. 11:03

Bikarinn: Tvisvar komið í logni til Grindavíkur

Davíð Páll Viðarsson spáir í spilin að þessu sinni fyrir komandi leiki í 8-liða úrslitum karla í körfubolta. Hans menn í Njarðvík heimsækja Grindvíkinga í kvöld í sannkölluðum stórleik. Davíð hallast að sigri þeirra grænklæddu en býst við spennandi leik. Davíð telur svo að ÍR verði of stór biti fyrir kempurnar í Keflavík-B en þau lið mætast á þriðjudag.

Grindavík-Njarðvík
„Stórleikur milli tveggja frábærra liða. Mínir menn í Njarðvík hafa farið erfiðu leiðina í þessari bikarkeppni. Þeir fengu KR í 32-liða úrslitum, og svo ríkjandi bikarmeistara í 16-liða úrslitum. Svo núna ríkjandi Íslandsmeistara Grindavíkur í 8-liða úrslitum. Njarðvík eru komnir með nýjan erlendan leikmann sem lofar góðu, stór leikmaður og mjög sterkur sem átti farsælan feril með sterkum háskóla í Bandaríkjunum (North Carolina State). Það vantar aðeins uppá leikform hjá honum en menn eru bjartsýnir á þennan leikmann. Grindvíkingar byrja árið með góðum sigrum á KR og Haukum. Að mínu mati eru mikil gæði í báðum þessum liðum og margir vilja meina að þetta sé eiginlegur úrslitaleikurinn í Bikarkeppnini. Ég vil ekki halda því fram, þar sem það hafa verið óvænt úrslit áður eins og t.d þegar Stjarnan úr Garðabæ sigraði stjörnum prýtt lið KR hér um árið. Þetta voru óvæntustu úrslit í sögu bikarkeppni KKÍ. Það er langt síðan það hefur komið titill í Njarðvík og eru allir orðnir hungraðir. Þetta verður jafn leikur sem endar á sigri Njarðvíkinga 85-89. Það er spáð logni i Grindavík í kvöld, undirritaður hefur tvisvar áður komið i logni til Grindavíkur. Bæði skiptin urðu Njarðvík Íslandsmeistarar.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arabinn verður að taka upp veskið

ÍR-Keflavik-B
„Þetta verður einstefna frá fyrstu mínútu. Keflavik-B eru nokkrum númerum of litlir fyrir ÍR. ÍR hafa verið að koma til baka eftir ströggl í fyrri hluta mótsins, en byrjuðu árið á sigri gegn Skallagrími og áttu mjög jafnan leik gegn KR sem þeir töpuðu á lokamínútu leiksins. Eini möguleikinn fyrir Keflavik-B er að Arabinn sem á liðið taki upp veskið, en engar fregnir þess efnis hafa komið fram ennþá. ÍR klárar þennan leik mjög auðveldlega 105-60 og fara áfram í undanúrslit og þaðan alla leið í Höllina, þar sem þeir munu mæta Njarðvíkingum.“