Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn: Keflavík og Grindavík mætast hjá körlunum
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 14:27

Bikarinn: Keflavík og Grindavík mætast hjá körlunum


Nú rétt í þessu var bikardrætti í 16 liða úrslitum karla og kvenna í körfubolta að ljúka og því ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum. Hér að neðan má sjá hvaða lið drógust saman en tvær Suðurnesjarimmur verða í karlaboltanum. Þar ber hæst að nefna viðureign Keflavíkur og Grindavíkur. Gaman er að geta þess að b-lið Grindvíkinga og Keflvíkinga mætast einnig. En lið ÍG, sem er b-lið Grindvíkinga og Keflavík-b mætast. Njarðvíkingar mæta úrvalsdeildarliði, en Stjörnumenn Teits Örlygssonar mæta þá til Njarðvíkur.

Konur:
Þór Akureyri-KR
Tindastóll-Snæfell
Valur-Hamar
Njarðvík-FSu
Stjarnan-Grindavík

Breiðablik-Fjölnir

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haukar og Keflavík sitja hjá og fara beint í 8-liða úrslit.

Karlar:
Skallagrímur-Þór Þorlákshöfn
Tindastóll-Reynir Sandgerði
Njarðvík-Stjarnan

ÍR-Þór Akureyri
Fjölnir-FSu
Haukar-Snæfell
ÍG-Keflavík-b
Keflavík-Grindavík