Bikarinn: Grindvíkingar fá heimaleik gegn Fylki
Víðismenn leika úti gegn Selfyssingum
Nú rétt í þessu var að ljúka drætti í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta. Suðurnesjaliðin Grindavík og Víðir voru meðal liða í pottinum.
Grindvíkingar munu taka á móti Fylki á heimavelli sínum á meðan Víðismenn fara á Selfoss og taka þar á móti KR-bönum úr 1. deildinni.
Fylkismenn slógu sem kunnugt er Keflvíkinga út í síðustu umferð og verður forvitnilegt að sjá hvernig þeim gengur aftur á Suðurnesjum. Víðismenn eru eina 3. deildarliðið sem var í pottinum en þeir hafa byrjað tímabilið afar vel.
Leikið verður dagana 8. og 9. júní.