Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bikarinn: Eftirminnilegasta markið á ferlinum
Bikarmeistarar árið 1975. Þarna er ýmsar goðsagnir.
Föstudagur 15. ágúst 2014 kl. 09:35

Bikarinn: Eftirminnilegasta markið á ferlinum

Einar Gunnarsson var fyrirliði Keflvíkinga árið 1975

Einar Gunnarsson var fyrirliði Keflvíkinga árið 1975 þegar liðið varð fyrst bikarmeistari. Varnarmaðurinn sókndjarfi skoraði þá sigurmarkið með þrumuskoti fyrir utan vítateig gegn gullaldarliði Skagamanna. „Það er fyrst og fremst mjög gaman að ná það langt að spila sjálfan úrslitaleikinn. Það var eins þá og er nú, við vorum ekki álitnir sigurstranglegir. Þeir áttu sterka leikmenn og voru líklega betra lið. En það skiptir ekki máli í bikarnum,“ rifjar fyrrum fyrirliðinn upp.

Markið sem Einar skoraði varð frægt enda einkar glæsilegt. Þeir sem yngri voru og sáu ekki markið höfðu heyrt ýmsar tröllasögur af því, þar sem knötturinn sveif upp í samskeytin af 40 metra færi. Einar hlær við og segir það líklega byggt á misskilningi vegna veggplatta sem gerður var með markina góða á. „Þar var markið sett þannig fram að boltinn hefði hafnað í vinklinum, af því að það kom betur út á plattanum,“ segir Einar og hlær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta gleymist ekki, það er nú bara svoleiðis. Þetta er eftirminnilegasta markið á mínum ferli,“ segir Einar sem varð Íslandsmeistari með liðinu tvisvar sinnum. „Það var allt í lagi ef maður brá sér fram í sóknina, þá var bara einhver annar sem bakkaði. Við varnarmennirnir fórum líka oft fram í aukaspyrnum og slíku þar sem við vorum áræðnari, það gaf oft mörk,“ segir Einar sem reiknar með því að skella sér á völlinn á laugardag. „Ég vona svo sannarlega að þetta falli okkar megin.“

Markið fræga má svo sjá hér að neðan.

 

Munum eftir hashtagginu #vikurfrettir á laugardaginn