Bikarinn á loft í Grindavík í kvöld
Grindavík mætir Snæfelli í Röstinni í kvöld kl. 19:15 í úrvalsdeild karla í körfubolta. Í leikslok fær Grindavík afhentan deildarmeistaratitilinn sem liðið tryggði sér á dögunum en liðið hefur verið illviðráðanlegt það sem af er tímabili.
Á sunnudaginn fær meistaraflokkur kvenna hjá félaginu afhentan bikar fyrir sigur í 1. deild og á næstunni mun liðið leika til úrslita um sæti í úrvalsdeildinni að ári.