Bikarinn á loft eða oddaleikur?
Það verður allt á suðupunkti í Þorlákshöfn í kvöld en þá fer fram fjórði leikur Grindvíkinga og Þórs í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Grindvíkingar hafa unnið tvo leiki á meðan Þórsarar hafa náð sér í einn sigur en hann kom í Grindavík síðastliðinn mánudag.
Grindvíkingar geta því tryggt sér bikarinn í kvöld en með sigri Þórs mun fara fram oddaleikur á föstudaginn.
Leikurinn fer fram klukkan 19:15 í Þorlákshöfn og er vissara að mæta tímanlega því síðast var uppselt og færri komust að en vildu.